Búast má við rafmagnstruflunum í nótt

Starfsmenn RARIK, Rafal, Landsnets og björgunarsveitanna að hreinsa salta ísingu …
Starfsmenn RARIK, Rafal, Landsnets og björgunarsveitanna að hreinsa salta ísingu af tengivirkinu í aðveitustöðinni í Hrútatungu. Af vef Rarik

Búnar að vera truflanir á aðveitustöð á byggðarlínu í Hrútatungu en allir eru með rafmagn eins og er. Búast má við áframhaldandi truflunum og rafmagnsleysi í nótt á meðan tengivirkið verður hreinsað. Einnig eru allir komnir með rafmagn á Vesturlandi eftir truflanir í tengivirki í Glerárskógum en þar má einnig búast við rafmagnsleysi í nótt vegna vinnu við tengivirki í Hrútatungu.

Svo til öll heimili á veitusvæði RARIK eru komin með rafmagn. Margir eru þó tengdir varaaflsvélum. Sumarbústaðir og heimili sem hafa verið rýmd gætu enn verið rafmagnslaus. Við viljum biðja notendur sem eru tengdir varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.

RARIK mun þurfa að keyra varaafl þangað til búið er að gera við flutningskerfi Landsnets. Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan þetta ástand varir. Einnig má búast við mögulegum skömmtunum á rafmagni þegar atvinnulífið fer í gang eftir helgina.

Enn eru keyrðar varaaflsvélar á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði. Flestir á þessu svæði eru með rafmagn. Viðgerðir standa yfir á línu RARIK á Melrakkasléttu og er búist við að þeim ljúki í dag.

Tjörnes:

Viðgerð er lokið á Tjörnesi og komið er rafmagn á alla bæi.

Fnjóskadalur:

Einhverjar bilanir en þeir sem þurfa hafa varaafl.

Grýtubakkahreppur:

Lína frá Nolli að Sveinbjarnargerði er öll niðri og varaafl er keyrt þar sem þörf er á.

Árskógssandur:

Vegna bilunar á Dalvíkurlínu er rafmagn nú tekið frá Rangárvöllum sem veldur lágri spennu og lélegum spennugæðum.

Hrísey:

Keyrt er á varaafli vegna bilunar á Dalvíkurlínu.

Svarfaðardalur:

Allur Svarfaðardalur er kominn með rafmagn fyrir utan þrjár spennistöðvar þar sem ekki er föst búseta. Keyrt er á varaafli frá Dalvík.

33 kV lína frá Dalvík til Árskógsands:

Línan er slitin og mikið sliguð. Mikill halli er á staurum.

Dalvík:

Búið er að tengja tiltækt varaafl á Dalvík. Varðskipið Þór er að framleiða fyrir alla almenna notkun.

Siglufjörður:

Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun, allir almennir notendur með rafmagn.

Skagafjörður:

Rafmagn er komið á austanverðan Skagann norður af Selnesi en áfram er unnið að viðgerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert