Frjálst flæði kjöts og eggja

Innflytjendur þurfa frá áramótum að sýna fram á að ófrosið …
Innflytjendur þurfa frá áramótum að sýna fram á að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter en slík krafa er gerð á innlenda framleiðendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reglur sem kveða á um að ferskt kjöt sem flutt er til landsins frá ríkjum innan EES þurfi að vera frosið falla niður um áramót. Hefðbundið leyfisveitingakerfi fellur einnig niður og innflutningur á kjöti og eggjum verður þá í frjálsu flæði frá ríkjum innan EES.

Nýlega hafa verið gefnar úr reglugerðir um viðbótartryggingar og vöktun á kampýlóbakter sem tilgreina nánar þær kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja.

Innflytjendur þurfa frá áramótum að sýna fram á að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter en slík krafa er gerð á innlenda framleiðendur. Með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklingakjöti og kalkúnakjöti þurfa að fylgja skjöl og niðurstöður rannsókna m.t.t. salmonellu þar sem það á við sbr. reglugerðir um viðbótartryggingar.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert