Gylfi vill verða ríkissáttasemjari

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ, er meðal umsækjenda um stöðu ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu RÚV.

Fram kemur, að félagsmálaráðuneytið hafi ekki viljað ekki gefa upp hversu margir sóttu um stöðuna. Listinn yfir umsækjendur verði ekki birtur fyrr en eftir áramót.

Bryndís Hlöðversdóttir fyrrverandi ríkissáttasemjari sagði starfi sínu lausu og tók við starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið auglýsti embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar 5. desember og rann umsóknarfrestur út 20. desember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert