Blöðrur, hattar og borðskraut rifið úr hillunum

„Gull, silfur og svart,“ segir Halla Ýr að séu áramótalitirnir …
„Gull, silfur og svart,“ segir Halla Ýr að séu áramótalitirnir í ár, eins og reyndar fyrri ár. Það er einhver glans og glamúr sem fylgir kvöldinu. mbl.is/Arnar Þór

„Þessi dagur er mjög stór og eins gærdagurinn,“ segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar í Skeifunni. Þar var mikið af fólki er blaðamaður mbl.is leit við skömmu eftir hádegi í dag. Fólk reif blöðrur, hatta og fleira skraut úr hillunum, allir að gera sig klára fyrir gamlárspartý á einn eða annan hátt.

„Eigum við ekki að kaupa einn borða bara til að hafa einhvern stemmara,“ sagði ungur maður við annan á vappi um búðina. Halla Ýr segir að fólk sé helst að kaupa blöðrur og annað skraut, eins og hefðbundið er fyrir áramótaveislurnar.

Það var margt um manninn í Partýbúðinni í dag.
Það var margt um manninn í Partýbúðinni í dag. mbl.is/Arnar Þór

„Gull, silfur og svart,“ segir Halla Ýr að séu áramótalitirnir í ár, eins og reyndar fyrri ár. Það er einhver glans og glamúr sem fylgir kvöldinu. Skraut með ártalinu 2020 hefur sérstaklega rokið úr hillunum, segir Halla.

Blaðamaður var einmitt kominn í þeim erindagjörðum að fjárfesta í skrautgleraugum með ártalinu 2020. „Þau seldust upp í gær þótt að ég hafi keypt miklu meira af þeim en í fyrra,“ segir Halla, sem segir ljóst að fólki þyki ártalið 2020 flott.

Halla sagðist búast við því að traffíkin í Partýbúðinni færi að minnka upp úr kl. 16 í dag, en dyrnar hjá henni verða opnar til kl. 17.

mbl.is/Arnar Þór
Biðröð á kassann.
Biðröð á kassann. mbl.is/Arnar Þór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert