Fékk fálkaorðu vegna InDefence

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI.
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var á meðal þeirra fjórtán sem Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær. Var Sigurður sæmdur riddarakrossi fyrir atbeina undir merkjum samtakanna InDefence og framlag til íslensks atvinnulífs.

Í dag eru tíu ár frá því að Sigurður, Magnús Árni Skúlason hagfræðingur og félagar þeirra í forystu InDefence fóru á fund þáverandi forseta og afhentu honum undirskriftir ríflega 56 þúsund Íslendinga.

Magnús Árni rifjar upp í samtali í Morgunblaðinu í dag að hann hafi fyllst auðmýkt er hann sá mannmergðina utan við Bessastaði umræddan morgun, og Sigurður segir að þjóðin hafi sameinast á erfiðum tímum. Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert