Ferðamönnum verði skylt að kaupa björgunartryggingu

Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Styrmir Kári

Ferðamönnum sem fara upp í óbyggðir ætti að vera skylt að kaupa björgunartryggingu að mati Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns Framsóknarflokksins.

Frosti ræðir um þetta á Facebook-síðu sinni og bendir á að í mörgum löndum sé slíkt fyrirkomulag. Tilefnið eru fréttir af kostnaði björgunarsveitanna við að bjarga hópi erlendra ferðamanna sem fyrirtækið Mountaineers of Iceland fór með upp að Langjökli í aftakaveðri.

Gæti skilað hundruðum milljóna króna

Bendir Frosti á að slík trygging þurfi ekki að vera dýr og gæti verið dýrari á veturna og ódýrari á sumrin. Ef 200 þúsund ferðamenn, eða 10% þeirra sem koma árlega til landsins, myndu greiða tvö þúsund krónur í iðgjald vegna ferða inn á tiltekin svæði gæti það skilað 400 milljónum króna sem gætu runnið beint til björgunarsveitanna.

„Það eru margar leiðir til að útfæra þetta og öllum í hag að það verði gert,“ segir Frosti að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert