Páll sótti um embætti ríkislögreglustjóra

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/​Hari

Páll Winkel fangelsismálastjóri er meðal þeirra sem sóttu um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út í gær. Páll hefur upplýst samstarfsfólk sitt um ákvörðun sína samkvæmt heimildum mbl.is. Fyrr í kvöld var greint frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefði einnig sótt um embættið.

Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem líklegir umsækjendur um embættið er Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Hann staðfestir í samtali við mbl.is að hann hafi ekki sótt um embættið. „Ég er ánægður þar sem ég er og tel að ég eigi eftir að gera heilan helling hér,“ segir hann.

Haraldur Johannessen tilkynnti í byrjun desember að hann ætlaði að láta af embætti eftir 22 ára starf sem ríkislögreglustjóri. Mun hann í framhaldinu veita dómsmálaráðherra sérstaka ráðgjöf á sviði löggæslumála sem meðal annars mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslu.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að hann sé ekki meðal …
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að hann sé ekki meðal umsækjenda. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert