SA riðu á vaðið með skammtímasamninga

Maríanna H. Helgadóttir (l.t.v.) undirritar síðasta samning.
Maríanna H. Helgadóttir (l.t.v.) undirritar síðasta samning. Haraldur Jónasson / Hari

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ásamt 10 öðrum BHM-félögum átt alls 40 fundi með ríkinu um nýja kjarasamninga án þess að samningar séu í sjónmáli.

Maríanna H. Helgadóttir, formaður FÍN, segir í nýútkomnu fréttabréfi félagsins að viðsemjendur þess hafi viljað ganga frá rúmlega fjögurra ára samningi. Félögin hafi sagt að til þess að það sé hægt verði þau að geta unað við þær launahækkanir sem samið yrði um á samningstímanum. Nú hafi Samtök atvinnulífsins riðið á vaðið og gert skammtímasamninga við nokkur félög „Svo það ætti ekki að vera erfitt fyrir ríkið eða sveitarfélögin að fara þá leið líka gagnvart okkur,“ segir hún.

Í svari til Morgunblaðsins um stöðu viðræðnanna segir Maríanna að viðsemjendurnir séu því miður fastir í sömu hjólförunum og undanfarna mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert