Ýkjur um gula viðvörun

Haukur Herbertsson er rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland.
Haukur Herbertsson er rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland. mbl.is/Árni Sæberg

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir fyrirtækið harma að hópur í vélsleðaferð skyldi verða veðurtepptur við rætur Langjökuls.

Hins vegar telur hann að of mikið sé gert úr því að gul viðvörun var gefin út þennan dag. Samkvæmt skilgreiningu hafi slíkt veður óveruleg áhrif á samgöngur.

„Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta. Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“

Spurður um það sjónarmið að taka beri gula viðvörun alvarlega 7. janúar við jökulrætur, með hliðsjón af árstíma og staðsetningu, segir Haukur fyrirtækið taka gula aðvörun alvarlega og meta aðstæður sérstaklega þegar svo ber undir.

Þá bendir Haukur á að ekkert í aðdraganda þess að hópurinn varð veðurtepptur hafi gefið tilefni til þess að ætla að björgunaraðgerðir yrðu sérstaklega erfiðar á þessu svæði ef til þess kæmi.

Haukur segir í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag að hugsanlega hefði mátt kalla fyrr á björgunarsveitir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert