Kröfur Eflingar nema fjórum bröggum

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kynnti kostnaðarmat félagsins á launaleiðréttingu Reykjavíkurborgar …
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kynnti kostnaðarmat félagsins á launaleiðréttingu Reykjavíkurborgar á fundi í Bragganum í Nauthólsvík í dag. Ljósmynd/Efling

Kostnaður Reykjavíkurborgar við að leiðrétta lægstu laun starfsmanna borgarinnar nemur tæplega fjórum bröggum samkvæmt greiningu Eflingar sem kynnt var á blaðamannafundi í Bragganum í Nauthólsvík í dag. 

Fram­kvæmd­ir við þrjú hús við Naut­hóls­veg 100 sem sam­an­standa af bragga, náðhúsi og skemmu vöktu mikla athygli fyrir tæpum tveimur árum vegna hundraða millj­óna króna framúr­keyrslu í fram­kvæmd­um á hús­un­um á veg­um borg­ar­inn­ar. Forsvarsmenn Eflingar hafa nú sett kröfugerð félagsins í samhengi við kostnaðinn við braggann. 

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, kynnti kostnaðarmat félagsins á launaleiðréttingu Reykjavíkurborgar á fundinum þar sem kom meðal annars fram að þegar leiðrétting á kjörum ríflega 1.800 borgarstarfsmanna og fjölskyldna þeirra væri komin til áhrifa væri það á við tæplega fjóra bragga á ársgrundvelli. Á samningstímanum myndi rekstrarafgangur borgarinnar dekka kostnaðinn margfalt. Forsendur og útreikninga Eflingar má nálgast hér. 

Þegar leiðrétting á kjörum ríflega 1.800 borgarstarfsmanna og fjölskyldna þeirra …
Þegar leiðrétting á kjörum ríflega 1.800 borgarstarfsmanna og fjölskyldna þeirra væri komin til áhrifa væri það á við tæplega fjóra bragga á ársgrundvelli, samkvæmt kostnaðarmati Eflingar á launaleiðréttingu. Skjáskot/Kröfugerð Eflingar

Verk­falls­boðun fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa fyr­ir Reykja­vík­ur­borg var af­hent borg­ar­stjóra fyr­ir há­degi í dag, en fé­lags­menn samþykktu verk­fallsaðgerðir í gær með 95,5 pró­sent­um greiddra at­kvæða. 

Verk­fallið nær til starfs­fólks á leik­skól­um borg­ar­inn­ar, fyr­ir utan menntaða leik­skóla­kenn­ara, starfs­fólks hjúkr­un­ar­heim­ila, í heima­hjúkr­un og við sorp- og gatnaum­hirðu. Verk­fallsaðgerðir hefjast 4. fe­brú­ar en þá munu félagsmenn leggja niður störf frá hádegi til miðnættis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert