Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu

Unnið er að hreinsun gatna og stíga.
Unnið er að hreinsun gatna og stíga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu í alla nótt og eru öll moksturstæki á vegum Reykjavíkurborgar á fullu. Fólk þarf að gefa sér tíma til að komast leiðar sinnar í morgunumferðinni.

Halldór Þórhallsson, sem stýrir hreinsunarstarfi Reykjavíkurborgar, segir ljóst að unnið verði í allan dag við að hreinsa götur og stíga þar sem þurfi að fara aðra umferð vegna þess hve mikil ofankoman er.

Hann segir að það sé smá þæfingur í efri byggðum en ekki er ófært. Búið verði að ryðja allar helstu leiðir áður en flestir halda af stað til skóla og vinnu. 

Spáð er austan 5-10 m/s og éljum, en hægari og bjartviðri eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu. Austlæg átt 3-8 á morgun og léttskýjað. Hiti kringum frostmark en frost 2 til 7 stig á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert