Færri óðul og aukin afföll yrðlinga

Mórauður refur með nýdauða langvíu í kjaftinum í Jökulfjörðum í …
Mórauður refur með nýdauða langvíu í kjaftinum í Jökulfjörðum í febrúar 2017, en yfirleitt heldur fuglinn sig á sjónum á þessum árstíma. Ljósmynd/David Gibbon

Refurinn á Hornströndum virðist hafa gefið eftir á síðustu árum og í sumar voru virk óðul færri en áður og talsverð afföll á yrðlingum. Erfið fæðuöflun auk vaxandi truflunar af hálfu ferðamanna og myndasmiða kunna að eiga þátt í þessum breytingum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í áfangaskýrslu um vöktun refa á Hornströndum 2019, sem unnin er af Ester Rut Unnsteinsdóttur. Refaveiðar eru stundaðar um allt land en Hornstrandir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem melrakki nýtur friðhelgi.

Á síðasta ári var farið í vettvangsferðir í mars, júní og ágúst. Í öll skiptin var farið í Hornvík, en sjaldnar á aðra staði þar sem eru þekkt óðul. Í mars sáust alls 10-11 dýr í Hornvík og voru það nokkuð færri dýr en hafa sést þar á þessum árstíma í fyrri ferðum, að árinu 2014 undanskildu.

Í júní og júlí kom í ljós að yrðlingar voru aðeins á 25-30% grenja sem að jafnaði eru talin. Einungis þrjú pör voru með yrðlinga á greni í austanverðri Hornvík, í stað 5-7 para eins og oft hefur verið. Í vesturhluta Hornvíkur, Rekavík bak Höfn og Hvannadal voru tvö greni í ábúð, en á þessu svæði eru þrjú óðul að öllu jöfnu. Í Hælavík var einungis eitt greni staðfest í ábúð, í stað 3-4 að jafnaði. Stærsta og auðugasta óðalið í Hælavíkurbjargi bar engin merki um ábúð og er það í fyrsta skipti í a.m.k. 21 ár sem svo er. Eina grenið í ábúð var niðri á láglendi, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu refsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert