Minna beri í milli en margir telji

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur Jónasson/Hari

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar, segist vongóður um að samningar fari að nást í kjaraviðræðum félagsins við Reykjavíkurborg. Samninganefndir koma saman á morgun og freista þess að ná saman og afstýra boðuðu verkfalli.

Takist það ekki verður gripið til verkfallsaðgerða á þriðjudag frá klukkan 12:30. Verkfallið tekur til þeirra 1.850 starfsmanna borgarinnar sem tilheyra Eflingu og mun hafa áhrif á leikskóla og velferðarþjónustu, sorp­hirðu, vetr­arþjón­ustu og um­hirðu borg­ar­lands­ins.

„Ég tel að þetta sé ekki óyfirstíganlegur munur,“ segir Viðar og bætir við að minna beri í milli samninganefnda en margir telji. Þrátt fyrir að vonir standi til þess að samningar takist fyrir þriðjudag, segir Viðar að hugur sé í félagsmönnum. „Það er gríðarlega einbeittur baráttuvilji hjá félagsmönnum, sem hefur legið fyrir í lengri tíma. Við höfum kannað hug fólks lengi með vinnustaðaheimsóknum.“ 95,5% félagsmanna samþykktu enda verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu fyrir viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert