Bláfjallavegi lokað

Leiðinni sem merkt er með rauðu á kortinu verður lokað …
Leiðinni sem merkt er með rauðu á kortinu verður lokað á morgun. Ljósmynd/Vegagerðin

Bláfjallavegi frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15:00 vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Greint er frá þessu á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að lítil umferð sé um veghlutann og hann sé ekki þjónustaður yfir vetrarmánuðina.

Víða eru brattir vegfláar og því hætta á að bílar velti með tilheyrandi hættu á olíumengun. Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður en Bláfjallavegur liggur að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Aðalleiðin í Bláfjöll liggur frá Suðurlandsvegi og mun Vegagerðin lagfæra vegasvæðið á þeim kafla til að minnka hættu á slysum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert