Ekki vör við verkfallsbrot

Verkfallsvarsla Eflingar í leikskólanum Seljaborg í dag.
Verkfallsvarsla Eflingar í leikskólanum Seljaborg í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gekk mjög vel. Við urðum ekki vör við nein verkfallsbrot og ég held að það hafi almennt verið raunin,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Hún stóð verkfallsvörslu í dag en alls fóru fimm hópar á vegum stéttarfélagsins í slíkar eftirlitsferðir í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Sólarhringsverkfall Eflingar stendur yfir.  

Sólveg tekur jafnfram fram að ákaflega vel var tekið á móti þeim í leikskólunum sem voru heimsóttir til að kanna hvort farið var eftir reglum. Hún kvaðst finna fyrir miklum stuðningi við kjaradeilu Eflingar. Fjölmörg börn voru send heim úr leikskóla í dag vegna verkfallanna. 

Klukkan 20 í kvöld fer hópur Eflingar í verkfallsvörslu á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. 

Næsti fundur í kjaradeilunni er á morgun kl. 10.30. Sólveig er hóflega bjartsýn á að deilan leysist á þeim fundi. 

Mun færri börn fengu að mæta í leikskólann í dag.
Mun færri börn fengu að mæta í leikskólann í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Verkfallsverðir á ferð í Breiðholti í dag.
Verkfallsverðir á ferð í Breiðholti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Börnin voru ekki mörg sem mættu í leikskólann í dag.
Börnin voru ekki mörg sem mættu í leikskólann í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert