Hefur áhyggjur af falsfréttum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti á Umhverfisráðstefu Gallup í …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti á Umhverfisráðstefu Gallup í Norðurljósasal Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisráðherra segir gott að sjá hve meðvitað fólk er orðið um umhverfismál en telur þær breytingar á viðhorfi sem endurspeglast í nýrri umhverfiskönnun Gallup áhyggjuefni, en samkvæmt niðurstöðum hennar fækkar þeim sem telja loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá fjölgar þeim sem telja umfjöllun fjölmiðla um loftslagsbreytingar ýktar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti á Umhverfisráðstefnu Gallup í Norðurljósasal Hörpu í dag, þar sem hann lýsti meðal annars þungum áhyggjum af falsfréttum.

Hann sagði magnað hafa fengið að fylgjast með og vera hluti af breytingum stjórnvalda undanfarin tvö ár, breytingum sem hann hafði áður þrýst á fyrir hönd félagasamtaka. Umhverfismál hefðu fengið byr undir báða vængi og að það væri samfélaginu öllu að þakka hversu miklu meira væri gert í umhverfismálum dag en fyrir tveimur eða fimm árum.

Guðmundur Ingi sagði áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í dag ekki aðeins snúast um eina dýrategund eða bráðnun eins jökuls, heldur um allt lífkerfi jarðar.

Við getum þetta saman

Þá sagði ráðherra vilja almennings til breytinga augljósan, en að flestir settu fyrir sig skort á umgjörð og stuðningi stjórnvalda. Þetta vildi ríkisstjórnin bæta og nefndi Guðmundur Ingi meðal annars að á vorþingi hygðist hann mæla fyrir lagabreytingum um að flokkun sorps verði samræmd á landsvísu og að heimili og fyrirtæki yrðu skylduð til að flokka og í framhaldinu verði bann lagt við urðun lífræns úrgangs. Þá styttist í að ýmsar einnota plastvörur verði bannaðar og að á þessu ári og því síðasta yrði fjárfest í innviðum vegna orkuskipta fyrir milljarð króna til þess að gera það raunhæfan kost fyrir fólk um allt land að fara öðruvísi á milli staða en að brenna jarðefnaeldsneyti.

„Atriði sem knýja fólk áfram til að breyta hegðun sinni er löngun til að hjálpa næstu kynslóð og verdun Íslands og náttúru til lengri tíma og það eru skilaboð sem allir stjórnmálamenn þurfa að horfa til. Við getum þetta saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert