Ein sending af ófrosnu kjöti skoðuð frá áramótum

Eftirlit með kjöti og eggjum hefur verið aukið eftir að …
Eftirlit með kjöti og eggjum hefur verið aukið eftir að breyttar reglu tóku gildi um innflutning 1. janúar. mbl.is/Eggert

Hálft tonn af ófrosnu nautakjöti frá Danmörku er eina sendingin af ófrosnu kjöti sem hefur farið í dreifingu hér á landi frá því um áramót, en þá voru reglur um að kjöt sem hingað kæmi frá öðrum EES-ríkjum þyrfti að vera frosið felldar niður.

Í skýrslu Matvælastofnunar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að öll tilskilin skjöl og rannsóknarniðurstöður hafi fylgt sendingunni, en eftirlit með kjöti og eggjum á markaði hefur verið aukið eftir að leyfisveitingakerfið var afnumið um áramót.

„Tekið var sýni úr sendingunni hérlendis og samkvæmt niðurstöðum frá rannsóknastofu greindist ekki salmonella í sýnunum,“ segir á vef ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert