Atvinnuleysi náð toppi

Byggingarvinna í miðborginni.
Byggingarvinna í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sérfræðingar Vinnumálastofnunar (WMST) áætla að um 200 manns bætist við atvinnuleysisskrána í febrúar. Með því verða um 9.800 á skrá í lok febrúar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Karl Sigurðsson atvinnuleysi jafnan aukast mest milli desember og janúar. Það megi túlka hæga aukningu í atvinnuleysi í febrúar sem vísbendingu um að toppnum í þessu efni hafi verið náð og að draga muni úr atvinnuleysi með vorinu.

20% munur á mælingum

Samkvæmt könnun Hagstofunnar voru 7.400 að jafnaði án vinnu í janúar. Til samanburðar áætlaði VMST að um 8.800 hefðu þá að jafnaði verið án vinnu, eða um 20% fleiri.

Arndís Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá Hagstofunni, bendir á að hluti þeirra sem skráðir séu atvinnulausir hjá VMST geti verið útlendingar sem eru í atvinnuleit erlendis.

Karl tekur undir þetta og segir tölur Hagstofunnar mögulega ná betur yfir fjölda íslenskra ríkisborgara sem séu án vinnu um þessar mundir. Ætla megi að nú séu um 4% íslenskra ríkisborgara án vinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert