Ótvíræðar heimildir til að loka landinu

Íslensk stjórnvöld telja enn að ekki séu við lýði þær …
Íslensk stjórnvöld telja enn að ekki séu við lýði þær aðstæður sem kalli á lokun landsins vegna kórónuveirunnar. Núverandi áhættumat bendir ekki til þess að upptaka tímabundins landamæraeftirlits myndi bera árangur við að hefta útbreiðslu veirunnar. mbl.is/Eggert

Íslensk stjórnvöld telja enn að ekki séu við lýði þær aðstæður sem kalli á lokun landsins vegna kórónuveirunnar. Núverandi áhættumat bendir ekki til þess að upptaka tímabundins landamæraeftirlits myndi bera árangur við að hefta útbreiðslu veirunnar.

Snúið er að banna fólki að koma hingað til lands vegna alþjóðlegra skuldbindinga en heimildir til að loka landinu með vísan til almannaheilbrigðis eru þó taldar ótvíræðar. Í þeim efnum koma til skoðunar t.d. ákvæði laga um sóttvarnir, um loftferðir og ákvæði laga um útlendinga.

Ef landinu er lokað komast Íslendingar sem staddir eru erlendis ekki heim (án sérstaks heimflutnings) og aðföng og útflutningur raskast. Möguleikinn á þessu úrræði er í stöðugri endurskoðun í samræmi við áhættumat á hverjum tíma.

Innanlands hafa lögregluyfirvöld miklar valdheimildir komi til hættuástands og gildir einu um hvers konar hættu er að ræða. Lögreglustjóri getur gefið fyrirmæli sem öllum er skylt að hlíta, m.a. um að banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum og að vísa fólki á brott eða fjarlægja fólk. Þótt ferðamenn fengju inngöngu í landið á Keflavíkurflugvelli væri hægt að loka fyrir umferð til nærliggjandi byggðarlaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert