Þrír komu smitaðir frá Denver

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu tekur gildi aðfaranótt laugardags.
Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu tekur gildi aðfaranótt laugardags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír þeirra Íslendinga sem greindust með kórónuveiruna í gær, fimmtudag, voru að koma frá Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum.

Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Vinna við að rekja ferðir einstaklinganna er hafin.

Fram til þessa höfðu flestir, sem greinst hafa með kórónuveiruna hérlendis, verið að koma frá Ítalíu og Austurríki, auk þess sem nokkrir komu frá Sviss og hið minnsta einn frá Asíu.

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu tekur gildi aðfaranótt laugardags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert