Boðar hertar aðgerðir vegna veirunnar

Frá blaðamannafundi í dag.
Frá blaðamannafundi í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að von væri á því að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar yrðu kynntar um helgina. Eins og áður yrðu slíkar aðgerðir kynntar með fyrirvara.

Þetta kom fram í máli Víðis á blaðamannafundi og hann sagði að slíkt yrði jafnvel kynnt í kvöld.

Víðir sagði að verið væri að skoða heildarfjölda þeirra sem mættu koma saman og starfsemi þar sem nánd er mikil væri til skoðunar. Þar nefndi hann til að mynda rakarastofur, nuddstofur og snyrtistofur.

„Það gæti þýtt að það þyrfti að loka stöðunum,“ sagði Víðir og bætti við að þetta hefði mikil áhrif á einhverjar verslanir.

Einnig kemur til að greina að herða reglur um skólahald en Víðir ítrekaði að tryggja þyrfti að börn heilbrigðisstarfsmanna fengju forgang í skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert