Skilyrða þarf frekari stuðning

Verðlag er að hækka.
Verðlag er að hækka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Formaður VR er uggandi vegna hækkunar verðlags á nauðsynjavöru. Það muni leiða að óbreyttu til kaupmáttarrýrnunar hjá launafólki til viðbótar lækkun launa vegna atvinnuleysis og lækkunar starfshlutfalls.

Leggur hann áherslu á að styðja þurfi launafólk betur og segir að ef ráðist verður í beina ríkisstyrki eða lækkun tryggingagjalds þurfi að skilyrða það þannig að hvati sé fyrir fyrirtækin að halda verðlagi niðri.

Ekkert virðist vera að gerast í samningum verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins eftir að ASÍ hafnaði því að lækka launakostnað fyrirtækjanna tímabundið. „Við hjá VR erum að meta stöðuna og teikna upp þau atriði sem við teljum að þurfi að laga og þurfi að koma samhliða frekari úrræðum fyrir atvinnulífið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spurður um stöðuna.

Hann segir að meira þurfi að gera fyrir launafólk sem verður fyrir tekjuskerðingum. Á sama tíma sé verðlag að hækka. Heildsalar og framleiðendur séu að tilkynna um 3 til 10% verðhækkanir og erlendir birgjar að hækka vörur frá 10 og upp í 100% vegna skorts að aðföngum og vinnuafli. Við þetta bætist veiking krónunnar. „Kaupmáttur mun rýrna, hversu mikið er ómögulegt um að segja,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert