Hafa látið sérfræðingana um svörin

„Ég held að íslensk stjórnvöld hafi borið gæfu til þess að fylgja ráðum sérfræðinga og láta þá um að svara þeim spurningum sem brenna á fólki,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um nálgun ríkisstjórnarinnar í krísunni sem hefur fylgt faraldri kórónuveirunnar. Þar vísar hann í daglegan upplýsingafund þar sem Þórólfur Guðnason, Víðir Reynisson og Alma Möller hafa farið yfir helstu umvendingar í tengslun við útbreiðslu veirunnar hér á landi.

Þetta hefur ekki verið raunin alls staðar og bendir hann á Bandaríkin og Bretland þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafa verið meira áberandi í miðlun upplýsinga sem varða faraldurinn. 

Í myndskeiðinu er rætt við Eirík um þessa nálgun íslenskra stjórnvalda en einnig um þá prófraun sem faraldurinn er á stjórnmálakerfi heimsins. Þjóðir hafa að miklu leyti tekist á við faraldurinn upp á eigin spýtur með því að loka landamærum og ná þannig tökum á ástandinu. Alþjóðasamvinna stendur því frammi fyrir mikilli áskorun að mati Eiríks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert