Land mögulega að rísa við Þorbjörn að nýju

Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík.
Þorbjörn gnæfir yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gögn Veðurstofunnar benda til þess að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn í nágrenni Grindavíkur. Risið er þó mjög hægt og meiri gögn þarf til að hægt sé að fullyrða um að það sé raunverulega hafið. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Landris hafði ekki mælst á þessum slóðum síðan um miðjan apríl og benti allt til þess að kvikuinnflæði væri lokið. Frekari gögn má nálgast hér.

Jarðskjálftavirkni hefur verið töluverð á svæðinu undanfarnar tvær vikur en á þeim tíma hafa um 320 skjálftar mælst. Stærsti skjálftinn var í þar síðustu viku vestur af Reykjanestá og mældist 2,1 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert