Sjóðirnir í myrkri með Icelandair

Icelandair Group leitar nú leiða til þess að endurskipuleggja rekstur …
Icelandair Group leitar nú leiða til þess að endurskipuleggja rekstur sinn í öllum meginatriðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um hefur stórum hluthöfum í Icelandair Group ekki orðið ágengt í þeirri viðleitni að kalla eftir ítarlegum upplýsingum frá félaginu um áætlanir þess á komandi mánuðum.

Fyrir liggur að félagið hyggst sækja sér allt að 200 milljónir dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, í hlutafjárútboði í næsta mánuði.

Líkt og greint var frá í ViðskiptaMogganum fyrir viku er gengið út frá því að PAR Capital Managament, sem fer með annan stærsta hlutinn í Icelandair um þessar mundir, muni ekki taka þátt í útboðinu. Af þeim sökum er nauðsynlegt fyrir forsvarsmenn flugfélagsins að fá lífeyrissjóðina sem ráða lögum og lofum í hluthafahópnum, um að leggja félaginu til nýtt fjármagn.

Heimildir ViðskiptaMoggans innan úr sjóðunum í dag herma að algjör óvissa sé uppi um hvort þeir muni taka þátt en það muni ráðast af væntri ávöxtun af starfseminni miðað við áætlanir félagsins sjálfs en að þar muni einnig spila inn í sjálfstætt mat sjóðanna og ráðgjafa þeirra á lífvænleika félagsins í kjölfar kórónuveirunnar. Fréttir af því að veiran hafi náð sér á strik á nýjan leik í Kína, auk nýrra smita í tengslum við opnun flugleiða milli Íslands og Evrópu, dragi ekki úr áhyggjum af þeirri miklu áhættu sem felist í að leggja fjármuni í flugrekstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert