Áhuginn á landinu ekki dvínað

Ferðabíll frá Kúkú campers á fallegum ferðamannastað.
Ferðabíll frá Kúkú campers á fallegum ferðamannastað.

„Við höfum tekið á móti nokkrum viðskiptavinum og finnum fyrir auknum áhuga. Fleiri bókanir berast nú en undanfarna mánuði. Það er þó ennþá hægur gangur,“ segir Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmdastjóri Kúkú campers ferðabílaleigunnar, um viðskiptin eftir að slakað var á takmörkunum ferðalaga til landsins.

„Við finnum fyrir því að áhuginn á landinu hefur ekkert dvínað. Bókunum hefur fjölgað en flestir eru að spyrjast fyrir um hvernig kerfið hér virkar og fá upplýsingar um hvort við teljum að þeir geti komið til landsins á tilteknum tíma. Maður má því vera bjartsýnn um framhaldið fyrir ferðaþjónustuna, ég tala nú ekki um þegar faraldurinn hjaðnar enn frekar. Þó má gera ráð fyrir að hún verði með breyttu fyrirkomulagi,“ segir Hlynur.

Starfsemi fyrirtækja sem leigja út ferðabíla er mjög árstíðabundin og liggur mikið í dvala yfir vetrartímann. Bílarnir eru því í geymslu. Vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins hefur sá tími lengst. Jafnframt hefur fyrirtækið þurft að nýta sér úrræði stjórnvalda og fækkað starfsfólki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert