Rafskúturnar minna á villta vestrið

Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er nú unnið að bættu regluverki …
Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er nú unnið að bættu regluverki umhverfis rafskútur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta má ekki vera eins og ber stundum fyrir sjónir: Eins og þetta sé villta vestrið, að menn ani upp á gangstétt og upp á götu á mikilli ferð,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um akstur rafskúta.

Tólf slys sem rekja má til aksturs rafskúta hafa verið tilkynnt lögreglunni það sem af er þessu ári, en sex slys urðu allt árið í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri stoðþjónustu og greiningar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessa auknu slysatíðni megi mögulega skýra með þeirri miklu fjölgun sem orðið hefur á rafskútum milli ára. „Skráning þessara mála er ekki alveg samræmd þar sem þessi atvik eiga sér sjaldnast stað í umferðinni en frekar á göngustígum,“ segir Rannveig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert