Ólafur gæti endað í Vestmannaeyjum

Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur Helgi Kjartansson.

Dómsmálaráðherra er sagður hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til embættis lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Í formlegu bréfi er sagt koma fram að flutningurinn taki gildi núna um mánaðamótin, fallist Ólafur Helgi á tillöguna.

Í samtali við mbl.is sagðist Ólafur Helgi ekkert vilja tjá sig um málið. Ekki hefur náðst í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í síðustu viku var greint frá því að Áslaug Arna hefði lagt það til við Ólaf að hann viki úr starfi lögreglustjóra.

Ráðherra hefur á borði sínu kvartanir frá starfsmönnum lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar er kvartað undan framgöngu Ólafs sem lögreglustjóra og undan einelti af hálfu tveggja annarra starfsmanna hjá embættinu, meðal annars Öldu Hrannar Jóhannsdóttur yfirlögfræðings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert