Hætta á annarri bylgju veirusmita hér á landi

Stofugangur á smitsjúkdómadeild.
Stofugangur á smitsjúkdómadeild. Ljósmynd/Þorkell

Hugsanlegt er að önnur bylgja kórónuveirusmita verði hér á landi. Þó eru meiri líkur en minni á að yfirvöldum takist að hemja útbreiðslu slíkrar bylgju. Þetta segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans.

Undanfarna daga hafa borist fréttir af talsverðum fjölda smita hér á landi. Ekki hefur tekist að rekja uppruna nokkurra en einhver smitanna teljast til innanlandssmita. Þá eru á annað hundrað manns í sóttkví.

„Ég get ekki sagt annað en það sem sóttvarnarlæknir hefur verið að segja. Það er alveg möguleiki á því að það komi önnur bylgja en það er verið að vinna hörðum höndum að því að svo verði ekki. Það eru meiri líkur en minni á að það takist,“ segir Karl og bætir við að sýna verði varkárni í baráttunni gegn veirunni. Að öðrum kosti séu líkur á að hún kunni að blossa upp að nýju.

„Það er aukning ansi víða í heiminum og ef við gætum okkar ekki gæti alveg farið eins fyrir okkur,“ segir Karl. Fram undan er verslunarmannahelgin sem hingað til hefur verið stærsta ferðahelgi ársins. Ólíkt undanförnum árum eru þó engar stórar útihátíðir í ár. Er það sökum fjöldatakmarkana sem nú miða við 500 manns innan sama svæðis. Líkur eru hins vegar á því að fólk muni hópast á sömu staðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert