„Er gáttaður á þessu“

Skemmdarverkið virðist hafa verið alveg tilhæfulaust.
Skemmdarverkið virðist hafa verið alveg tilhæfulaust. Ljósmynd/Aðsend

Skemmdir urðu á bíl nemanda við Háskóla Íslands í morgun eftir að langri spýtu, sem notuð er til að girða bílastæði skólans af, var tyllt ofan á húdd bílsins. Við það kom mikil dæld í bílinn en spýtunni er haldið uppi af tveimur steypuklumpum og hefur þyngd þeirra væntanlega orsakað skemmdina. Enginn hefur enn gefið sig fram við eiganda bílsins en óskað var eftir vitnum á facebooksíðu Háskóla Íslands í dag. 

 „Kostnaðurinn lendir á mér“

„Ég er enn gáttaður á þessu. Svo virðist sem einhver hafi bara ákveðið að lyfta spýtunni upp á húddið á bílnum." Þetta segir Brynjar Atli Bragason, eigandi bílsins og nemi við HÍ, í samtali við mbl.is. Líkt og sjá má á myndinni að neðan er húdd bílsins mikið skemmt. „Kostnaðurinn lendir allur á mér ef enginn gefur sig fram,“ segir Brynjar en engar öryggismyndavélar eru á svæðinu.

Brynjar biðlar til skemmdarvargsins að gefa sig fram. Bæði þeir sem ábyrgð bera á skemmdarverkinu og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að því geta haft samband við Brynjar Atla í síma 788-3230.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert