Krefst þess að velferðarnefnd grípi inn í málið

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem á að vísa úr landi á miðvikudaginn hefur sent velferðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að velferðarnefnd grípi inn í málið enda sé um stjórnarskrárbrot að ræða.

Vísað er í 76. grein stjórnarskrárinnar þar sem kemur fram að börnum skal „tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst“.

Fjallar í fyrramálið um málið

„Fyrirhuguð brottvísun á börnunum felur í sér augljóst brot á umræddu ákvæði stjórnarskrár, enda hefur ákvörðunin ekki tekið mið af þeim langa tíma sem málsmeðferð útlendingayfirvalda á Íslandi hefur tekið, með tilliti til hagsmuna barnanna sem um ræðir,“ segir í bréfinu, sem var sent í dag. Einnig er þar vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þess er krafist að velferðarnefnd takið málið til tafarlausrar skoðunar og að rökstutt álit muni fylgja með áður en fjölskyldunni verður vísað úr landi.

Allsherjarnefnd Alþingis mun í fyrramálið fjalla um málið og var það Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óskaði eftir fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert