Líklegt að mistur færist yfir landið

Borgin Seattle í greipum misturs frá gróðureldunum á vesturströnd Bandaríkjanna.
Borgin Seattle í greipum misturs frá gróðureldunum á vesturströnd Bandaríkjanna. AFP

Líklegt er að mistur frá gróðureldum á vesturströnd Bandaríkjanna færist yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag, að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Mistur í þurru lofti getur haft nokkur áhrif á loftgæði. Á laugardag fór að bera á mistri yfir miðríkjum Bandaríkjanna, sem mun berast í átt að Íslandi og gæti borist til suðurstrandar landsins með lægð, en líklegt er að rigning fylgi með mistrinu sem dregur úr áhrifum þess á andrúmsloftið, segir Elín.

„Það myndast lægð við Nýfundnaland úr loftmassanum sem hefur farið yfir miðríki Bandaríkjanna, þar sem er mistur núna. Sú lægð kemur hingað á miðvikudag og það er ekki útilkokað að það sé þá mistur í henni. Það fylgir henni svolítil úrkoma svo það er ekki víst að við verðum vör við mistrið sem ryk, en agnirnar gætu þá frekar verið í úrkomunni.“

Í Morgunblaðinu í dag gerir Elín ekki ráð fyrir að mistrið muni hafa mikil áhrif á loftgæðin á Íslandi, þar sem mikil rigning fylgir sökum lægðarinnar, en hefði loftið verið þurrt hefði verið unnt að sjá mistur í lofti eða rautt sólsetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert