Biðja þess að fjölskyldan fái dvalarleyfi

Biskup biður þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi.
Biskup biður þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands biður þess að að egypska fjölskyldan, sem vísa á úr landi á morgun, fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í „skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna“.

Í yfirlýsingu sem Agnes, Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum og Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti sendu frá sér segir að það sé áhyggjuefni hversu langur málsmeðferðartími barnafjölskyldna er sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi. 

Biskup og vígslubiskupar taka undir áhyggjur Rauða krossins, en í yfirlýsingu samtakanna um sama mál segir meðal annars: 

„Einn megintilgangurinn með setningu ákvæða um tímafresti er að tryggja umsækjendum ákveðna vernd þegar afgreiðsla umsókna þeirra dregst úr hófi fram. Almennt er fólk sammála um að óhóflegur dráttur á afgreiðslu umsókna sé til þess fallinn að skaða hagsmuni umsækjenda enda augljóst að langvarandi óvissa um framtíðaráform, dvalarstað og öryggi getur haft verulega neikvæð áhrif á heilsu og velferð einstaklinga. Þá er það almennt viðurkennt að þessum sjónarmiðum sé gefið ríkara vægi við ákvarðanatöku er varða börn.“

Fyr­ir­hugað er að senda þau Abdalla, níu ára, Mu­stafa, tveggja …
Fyr­ir­hugað er að senda þau Abdalla, níu ára, Mu­stafa, tveggja ára, Hamza, fimm ára og Rewida, tólf ára, úr landi þann 16. sept­em­ber næst­kom­andi. Ljósmynd/Sema Erla Serdar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert