Níu af nítján skurðstofum lokað

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi Ómar Óskarsson

Viðbúnaður á Landspítala í veirufaraldrinum hefur gert það að verkum að skert starfsemi er á öðrum deildum spítalans. Meðal annars eru 9 af 19 skurðstofum spítalans í Fossvogi lokaðar og áherslan helst á lífsbjargandi aðgerðir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á vef spítalans. Í pistlinum segir frá um því hvernig starfsemin hefur lagað sig að því takast á við það sem kallað hefur verið þriðja bylgja faraldursins auk áskoranna sem búast má við á næstunni. 

Ekki tilbúinn að takast á við holskeflu verkefna 

Páll segir að þó starfsfólk spítalans kunni betur að takast á við sjúkdóminn nú sé spítalinn ekki jafn tilbúinn að takast á við mikla holskeflu verkefna eins og hann var í vor.

„Þetta ræðst einkum af tvennu. Annars vegar þá glímdum við í upphafi fyrsta faraldurs við verulegan útskriftavanda, einkum vegna þess að fjölmargt fólk sem var útskriftarhæft beið á spítalanum úrræða annars staðar. Hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg var opnað í lok febrúar og fóru þá frá okkur um 40 einstaklingar þangað og á önnur hjúkrunarheimili. Hins vegar var starfsemi utan spítalans afar takmörkuð og allt þjóðfélagið í hægagangi sem fækkaði hefðbundnum verkefnum á spítalanum þannig að við gátum einhent okkur í COVID-19 tengd verkefni. Staðan er önnur nú, fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir Páll í pistli sínum.

Auk þess að draga úr starfsemi skurðstofa hefur einnig verið aukið og breytt starfsemi á gigtar- og almennri lyflækningadeild B7 og flutt til og dregið úr dag- og göngudeildarstarfsemi.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert