Staðreyndirnar óumdeildar

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir.

Ragnar Freyr Ingvarsson, um­sjón­ar­lækn­ir Covid-göngu­deild­ar á Land­spít­ala, segir að þær staðreyndir sem hann hafi nefnt í kjölfar málflutnings Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, séu óumdeildar, aðallega hvað varðar stærð fyrri bylgju, ástandið á núverandi bylgju og vangaveltur um hvers megi mögulega vænta.

Brynjar gagnrýndi aðgerðir sem miðast að því að hefta útbreiðslu Covid-19 hérlendis í samtali við mbl.is í vikunni. Ragnar Freyr svaraði gagnrýninni og sagði að ef allt yrði gefið frjálst myndu fórn­ar­lömb far­ald­urs í mik­illi upp­sveiflu marg­fald­ast.

Brynjar svaraði Ragnari þá á facebooksíðu sinni og sagði Ragnar, sem er bæði læknir og þekktur matgæðingur, hrokafullan „grilllækni“. 

Ragnar slær á létta strengi í færslu á Facebook:

„Hann kallar mig hrokafullan grilllækni, sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegnum árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska ... sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni! Ég verð augljóslega að gera betur!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert