Varar við offjárfestingu

Bjarni Bjarnason segir næga raforku í kerfinu hér á landi
Bjarni Bjarnason segir næga raforku í kerfinu hér á landi Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson

Ekki er tímabært að ráðast í frekari virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þetta er mat Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitunnar. Bendir hann á að eftirspurn eftir orku sé lítil um þessar mundir og að mikil umframorka sé í kerfinu sem ekki sé í notkun.

Þá bendi margt til þess að álverinu í Straumsvík verði lokað á komandi misserum og að þá muni enn draga úr orkunotkun í landinu. Fari svo að það losni um 20-30% af rafmagnsframleiðslunni geti það tekið 5 til 10 ár að koma rafmagninu „í vinnu“ á nýjan leik.

Á sama tíma segir Bjarni að stórtækar fyrirætlanir upp á 90 milljarða uppbyggingu flutningskerfis raforku séu varasamar. Um leið og notkunin minnki dragi einnig úr álagi á kerfinu. „Það mun leiða til hækkunar á gjaldskrá Landsnets sem að endingu lendir á almenningi. Það er þó afar mikilvægt að styrkja afhendingaröryggi til almennings eins og nýlegir atburðir á Norðurlandi sýna.“

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert