Líklegastir til að mæla með Fjarðarkaup

Fjarðarkaup.
Fjarðarkaup. Ljósmynd/Aðsend

Viðskiptavinir Fjarðarkaups eru líklegastir til þess að mæla með fyrirtækinu samkvæmt niðurstöðum meðmælakönnunar MMR. Þar varð Fjarðarkaup efst á lista íslenskra fyrirtækja þriðja árið í röð. Könnunin tók til 127 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja í 23 atvinnugreinum og mælir hún hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með eða hallmæla fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við.

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu lenti í öðru sæti, en var í 14. sæti í fyrra og er því hástökkvari ársins að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MMR. Þá var bensínstöð Costco í þriðja sæti, mjólkurframleiðandinn Arna  í fjórða, Storytel í fimmta, Sölufélag garðyrkjumanna í sjötta, Toyota í sjöunda, Pizzan í áttunda, IKEA í níunda og alfred.is í tíunda sæti.

Pizzan hækkaði um 35 æti milli ára í könnun MMR.
Pizzan hækkaði um 35 æti milli ára í könnun MMR. Ljósmynd/Pizzan

Meðal hástökkvara var Pizzan í öðru sæti en fyrirtækið hækkaði um 35 sæti milli ári. Þá lenti Air Iceland Connect í þriðja sæti hástökkvara, Freyja í fjórða sæti og Öryggismiðstöðin í fimmta.

Er litið er til atvinnugreina var það áskriftarþjónusta sem fékk hæsta meðaltal meðmælavísitölu af þeim atvinnugreinum sem könnunin tók til, þriðja árið í röð. Þar á eftir var það matvöruverslanir, önnur verslun í þriðja, fjarskiptafyrirtæki í fjórða en þau voru í tólfta sæti í fyrra og og bifreiðaumboð og bifreiðaverkstæði sem var í fimmta sæti meðal atvinnugreina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert