Dýrara að drekka, reykja og hlusta

Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5%
Útvarpsgjaldið hækkar um 2,5% mbl.is/Kristinn Magnússon

Ýmis gjöld hjá hinu opinbera hækka um áramótin. Í flestum tilvikum er um gjöld að ræða sem hækka í takt við vísitölu neysluverðs. Þannig hækka gjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti um 2,5%.

Gjaldskrá Sorpu mun að jafnaði hækka um 24% um áramótin og Pósturinn hækkar póstburðargjöldin um 15%, á bréfum upp að tveimur kílóum.

Reykjavíkurborg hækkar aðgangseyri að sundlaugum, söfnum og skíðasvæðum. Þá hækkar útvarpsgjaldið um 2,5% og fer upp í 18.350 kr. Einnig hækka leikskólagjöld og mataráskriftir, að því er fram kemur í úttekt á gjaldahækkunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert