Ákvörðun um verndun náttúrunnar

Guðmundur Ingi segir hálendisþjóðgarð skapa verðmæti.
Guðmundur Ingi segir hálendisþjóðgarð skapa verðmæti. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stofnun hálendisþjóðgarðs er það málefni sem er efst á baugi hjá umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, um þessar mundir.

„Allt er þetta hluti af stærri sýn. Með friðlýsingum, sérstaklega þjóðgörðum, tökum við ákvörðun um að vernda náttúruna og gera henni kleift að þróast sem mest á sínum eigin forsendum, á sama tíma og við erum að opna aðgang að henni svo fólk fái notið hennar með margvíslegri útivist,“ segir hann.

„Um leið erum við að skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og fyrir byggðirnar í kringum hálendisþjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi en rætt er við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina þar sem hann fer yfir sín hjartans mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert