Hyggjast forgangsraða jarðgöngum

Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals heita Óshlíðargöng.
Jarðgöngin milli Bolungarvíkur og Hnífsdals heita Óshlíðargöng. mynd/bb.is

Fjórðungssamband Vestfirðinga vinnur að jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði. Listuð hafa verið upp helstu verkefni og nú er unnið að því að ná samkomulagi um forgangsröðun þeirra.

Ákveðið var á fjórðungsþingi fyrir tveimur árum að móta sameiginlega samgönguáætlun fyrir Vestfirði. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að sú vinna sé í gangi. Komið hafi í ljós að nauðsynlegt er að hafa sérstaka áætlun um jarðgöng. Því hafi verið fengnir aðilar til að taka út þá möguleika sem hafa verið í umræðunni og koma með hugmynd að forgangsröðun.

Hafdís segir að fundað sé með sveitarfélögunum þar sem leitast sé við að fá fram hvernig eigi að raða jarðgöngum í forgangsröð. Nefnir hún þætti eins og öryggi íbúa, tengingu atvinnusvæða og tengingar innan sveitarfélaga.

Á fréttavef BB kemur fram að í drögum sem kynnt voru sveitarstjórnum séu settar fram hugmyndir að jarðgöngum sem samtals er áætlað að kosti 84 milljarða. Í tveimur tilvika séu raunar settir fram tveir kostir og ef þeir ódýrari verði fyrir valinu verði kostnaðurinn um 70 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert