Ekkert hæft í „Pfizer-flökkusögum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Margar flökkusögur er í gangi um samning heilbrigðisyfirvalda við lyfja­fram­leiðand­ann Pfizer en orðrómar hafa verið á þá leið að samn­ing­ar séu í sjón­máli milli stjórn­valda og lyfjaframleiðandans um hjarðónæm­istilraun­ir hér á landi á næst­unni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist ekki hafa fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er liggi ekki fyrir hvort af verkefninu verður.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna.

Hann sagði ekkert liggja fyrir hvenær mögulegt bóluefni kemur eða hversu mikið af því. Sóttvarnalæknir kveðst munu greina frá málinu um leið og eitthvað liggur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert