Stjórnvöld funda með Pfizer í dag

Bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni.
Bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni.

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með forsvarsmönnum lyfjaframleiðandans Pfizer í dag um framkvæmd mögulegrar hjarðónæmistilraunar á Íslandi, sem viðræður hafa staðið yfir um, um nokkra hríð.

Heimildir Morgunblaðsins herma að líkur séu á að endanlegrar niðurstöðu sé að vænta eftir fundinn í dag. Hann er haldinn síðdegis.

Fari svo að ráðist verði í verkefnið, eru innviðir til framkvæmdarinnar nærri því tilbúnir hér á landi. Komið hefur fram í fréttum að fjöldabólusetningarstöð er þegar risin í Laugardal og fleiri íþróttahús geti einnig nýst undir starfsemina. Hægt verður að bólusetja tugi þúsunda á degi hverjum á slíkum stöðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert