Vænta má snjókomu með köflum

Blítt hefur verið í veðri.
Blítt hefur verið í veðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blíðviðri hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, þó með lítils háttar éljum. Á morgun er spáð hita í kringum frostmark og snjókomu með köflum. Suðlæg átt 3-8 metrar, segir á vef Veðurstofunnar. Veðrið verður best í Reykjavík.

Dálítil snjókoma verður almennt um landið norðanvert á morgun en meira í ætt við él sunnan til. Einnig verður snjókoma með köflum á Vestfjörðum. Langhlýjast er á sunnanverðu landinu þar sem hiti er jafnan um og yfir frostmarki, ólíkt því sem er að vænta norðan til.

Á fimmtudaginn hlýnar nokkuð víðast hvar á landinu og má búast við éljum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert