Stjórnmál og fjölmiðlar tvístrast

Birgir Guðmundsson
Birgir Guðmundsson

Fjölmiðlun og stjórnmál á Íslandi hafa eðlisbreyst á síðasta rúma áratugnum. Tvístrun er meiri, eðli og starf stjórnmálaflokka hefur umpólast, áherslum hefur verið breytt og ný mál komist á dagskrá samfélagsumræðunnar. Þá er fagmennska í fjölmiðlun skilgreind öðruvísi en áður var.

Þetta er meðal niðurstaðna í rannsóknum Birgis Guðmundssonar, stjórnmálafræðings og dósents, sem varði doktorsverkefni sitt við Háskóla Íslands sl. föstudag. Birgir er háskólakennari en starfaði við blaðamennsku um langt skeið.

Í doktorsverkefni sínu bendir Birgir á að á svipuðum tíma og bankarnir hrundu haustið 2008 hafi orðið mikil breyting í fjölmiðlun. Á þessum tíma hafi myndast á Íslandi blandað fjölmiðlakerfi, þar sem boðskipti og upplýsingakerfi fá nýja vídd. Áður hafði kerfi þetta byggst á hefðbundnum fjölmiðlum þar sem fáir „hliðverðir“ voru að tala við margra. Með tilkomu samfélagsmiðla tali margir við marga.

„Í tengslamiðlun eru samskiptin fyrst og fremst milli fólks sem hugsar á svipuðum nótum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að þessi miðlun hefur tilhneigingu til að stuðla að tvístrun og skautun og skipta fólki upp í afmarkaða hópa. Samhliða þessu fá fjölmiðlar – gamlir og nýir – hlutverk í þessari tvístrun og eru í hugum bæði stjórnmálamanna og almennings dregnir í hugmyndafræðilega dilka,“ segir Birgir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert