Lengsta hundasleðahlaup á Íslandi

Frá upphafi lengsta hundasleðahlaups á Húsavík.
Frá upphafi lengsta hundasleðahlaups á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ræst var til keppni í lengsta hundasleðahlaupi á Íslandi á Húsavík í gærmorgun, Musherice 2021. Hlaupið er 150 kílómetra langt. Keppendur beita fimm til sex hundum fyrir sleða sína.

Þrír keppendur höfðu skráð sig til þátttöku í gær en einn forfallaðist og því lögðu tveir keppendur af stað. Hilmar Freyr Birgisson frá Húsavík beitti sex husky-hundum fyrir sleðann sinn, eins og sjá má á myndinni. Erna Sofie Árnadóttir keppti með fimm husky-hunda.

Keppa átti í gær og í dag samkvæmt dagskrá. Fyrsti leggurinn var frá Húsavík, upp Reykjaheiði og í Þeistareykjaskála. Svo átti að fara 50 km hring þar og síðan aftur til Húsavíkur. Á morgun fer fram verðlaunaafhending, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert