Blómaker í bílastæði

Fötluðum úthýst af merktum bílastæðum.
Fötluðum úthýst af merktum bílastæðum. Ljósmynd/Anna Guðrún Guðjónsdóttir

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, deildi í gær mynd á Facebook-síðu sinni þar sem búið var að koma fyrir bæði gulri steypublokk og blómakeri í bílastæði fyrir fatlaða við Hafnarhúsið í miðbæ Reykjavíkur.

„Þarna eru einhverjar framkvæmdir og ég læt það vera að gula steypublokkin hafi verið í öðru stæðinu, en hingað til veit ég ekki til þess að menn hafi afmarkað framkvæmdasvæði með blómakeri,“ segir Bergur og bætir við að ef ekki hefði verið fyrir blómakerið hefði hann kannski látið þetta fram hjá sér fara.

Bergur segir þá mikinn vafa leika á því að þörf hafi verið fyrir að koma blómakerinu fyrir á þessum stað.

Í Morgunblaðinu í dag bendir Bergur þar að auki á að það sé „ekkert alltof mikið af stæðum fyrir fatlaða í miðborginni,“ og að þessi stæði séu þar að auki með betri stæðum miðborgarinnar, þau séu ekki í halla, alveg slétt og nægt pláss í kringum þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert