Snjóflóðaratsjá loki veginum

riSnjóflóð úr Skollahvilft ofan Flateyrar geta runnið að þorpinu og …
riSnjóflóð úr Skollahvilft ofan Flateyrar geta runnið að þorpinu og á Flateyrarveg og mannvirki innan við. Ljósmynd/Ingvar Jakobsson

Vegagerðin leggur til ýmsar ráðstafanir til að auka öryggi á Flateyrarvegi og draga úr hættu á að vegurinn lokist vegna snjóflóða eða snjóflóðahættu.

Ein tillagan gengur út á að mælingar með ratsjám á helstu upptakasvæðum snjóflóða verði notaðar til að kveikja á aðvörunarljósum og loka veginum. Formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar líst vel á tillögurnar.

Vinna við athugun á aðgerðum á Flateyrarvegi hófst eftir snjóflóðið í janúar 2020. Þær ganga út á að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri en á sínum tíma kom fram að uppbygging atvinnulífs, til dæmis vegna fiskeldis, væri háð því að alltaf væri hægt að komast til og frá staðnum.

Dagar sem lokað er vegna hættustigs snjóflóða eða snjóflóðahættu eru ekki margir á meðalvetri, tveir til þrír, enda alltaf opið sumar og vetur en í slæmum vetrum geta orðið verulegar lokanir. Oftar er óvissustig og eru vegfarendur þá hvattir til þess að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert