Beina Gæslunni í Hvassahraun

Þyrla LHG við flugskýli á Reykjavíkurvelli.
Þyrla LHG við flugskýli á Reykjavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Þar sem skipulag gerir ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur færist á annan stað er eðlilegt að starfsemi sem honum tengist fari einnig, að mati Pawels Bartoszek, formanns skipulagsráðs borgarinnar.

Það á meðal annars við um aðstöðu fyrir þyrlur og flugvélar Landhelgisgæslunnar (LHG). „Það er því okkar skoðun að rétt sé að beina framtíðaruppbyggingu Gæslunnar annað,“ segir Pawel og nefnir Hvassahraun á Reykjanesi sem líklegasta staðinn fyrir nýjan flugvöll.

Eftir að þriðja leiguþyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins á dögunum er ekki lengur pláss fyrir öll loftför Gæslunnar í flugskýli hennar á Reykjavíkurflugvelli, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á dögunum. Þarf því að geyma eina þyrluna eða flugvél Gæslunnar utandyra.

„Það er afstaða Reykjavíkur að flugvöllurinn eigi að víkja úr Vatnsmýri,“ segir Pawel og getur þess að verið sé að vinna að skipulagi hans í Vatnsmýri til 2032. Eðli málsins samkvæmt sé hann því víkjandi í skipulaginu, að því er fram  kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert