Gervihnattamynd sýnir hraunstrauminn í Nátthaga

Gervihnattamynd.
Gervihnattamynd. Ljósmynd/Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti fyrr í dag, á Facebook-síðu sinni, nýja gervihnattamynd af gosstöðvunum þar sem hraunstraumurinn í Nátthaga sést.

Myndin var tekin laugardaginn 22. maí úr SENTINEL-2-gervitungli Copernicus EU.

Í Facebook-færslu hópsins segir að á myndinni sjáist hraunstraumurinn í Náttahaga þokkalega vel þrátt fyrir talsverða skýjahulu.

Á myndinni sést hraunið streyma í Nátthaga.
Á myndinni sést hraunið streyma í Nátthaga. Ljósmynd/Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands

Á myndinni er búið að merkja bæði hraunjaðarinn og stíflurnar og sést þar hvar hraunið stefnir beint í átt að Nátthaga. Þá segir í færslunni að Grindavík og Ísólfsskáli séu einnig merkt til glöggvunar á staðháttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert