Getur nú séð í hvað skatturinn fer

Þú getur því nú, sem skattgreiðandi, séð hve háa fjárhæð …
Þú getur því nú, sem skattgreiðandi, séð hve háa fjárhæð þú greiðir til heilbrigðismála, mennta- og menningarmála og samgöngumála svo dæmi séu nefnd. Árni Sæberg

Nú geta einstaklingar séð í hvað skatturinn, sem er lagður á tekjur þeirra, fer. Þessar upplýsingar eru settar fram á myndrænan hátt á nýjum og breyttum álagningarseðlum einstaklinga sem eru aðgengilegir á vef skattsins.

Þú getur því nú, sem skattgreiðandi, séð hve háa fjárhæð þú greiðir til heilbrigðismála, mennta- og menningarmála og samgöngumála og svo framvegis.

Þessi breyting er að frumkvæði Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra en með þeim er markmiðið að auka gagnsæi og stefnt er að því að bjóða upp á enn ítarlegri upplýsingar í framtíðinni.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að ráðherra vonist til að seinna verði hægt að skoða skiptinguna niður á einstaka stofnanir. Bjarni segir að með skýrari sundurliðun á málaflokka aukist bæði aðhald í tengslum við ráðstöfun almannafjár og tilfinning fólks fyrir því að þeirra framlag skipti máli.

Sjá má heildarniðurstöðu álagningar og svo verður hægt að skoða …
Sjá má heildarniðurstöðu álagningar og svo verður hægt að skoða hvernig einstakar fjárhæðir í álagningunni eru reiknaðar út.

Nýi álagningarseðillinn verður þannig fram settur að sjá má heildarniðurstöðu álagningar og svo verður hægt að skoða hvernig einstakar fjárhæðir eru reiknaðar út. Einnig verður hægt að sjá uppgjör hvers gjalddaga fyrir sig þar sem skýrt er hvort um sé að ræða skuld eða inneign þar sem inneign er sýnd með grænum lit en skuld með rauðum lit sem mínustala.

Barnabætur eru svo sérgreindar í yfirlitinu en þeim er ekki skuldajafnað nema fyrirframgreiðsla þeirra hafi reynst of há.

Í yfirlitinu birtist einnig skipting skattgreiðslna af tekjuskattsstofni og þá hvernig það hlutfall skiptist milli ríkis og sveitarfélags. Að auki er þar að finna skiptingu milli tekjuskatts til innheimtu og álögðu útsvari til sveitarfélags.

Skatturinn hefur birt leiðbeiningarmyndband á heimasíðu sinni um álagningu tekjuskatts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert